Öryggi og mikilvægar upplýsingar

Við leggjum mikla áherslu á öryggismálin og allir sem fara á bak hjá okkur þurfa að vera með hjálm. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar upplýsingar. Við leggjum mikla áherslu á öryggismálin og allir sem fara á bak hjá okkur þurfa að vera með hjálm. Við útvegum regnjakka ef veðrið krefst þess auk þess sem við erum með ullarpeysur sem hægt er að fá að láni ef kalt er í lofti. Hvað varðar skóbúnað þá eru strigaskór í góðu lagi þegar þurrt er í veðri, en stígvél eða annar skyldur skóbúnaður ætti að vera með í för þegar það rignir. Athugið að ekki er hægt að hafa stórar myndavélar eða bakpoka með sér í útreiðartúrinn. Hestarnir okkar eru vel þjálfaðir og vanir ókunnugum knöpum. Við gerum okkur grein fyrir því að margir sem til okkar koma hafa takmarkaða reynslu af útreiðum og því gefum við okkur tíma til að fara yfir undirstöðu atriði og öryggismál áður en lagt er af stað. Aldurstakmark í ferðirnar eru 10 ár. Hver og einn viðskiptavinur tekur ábyrgð á sínu heilsufari en við viljum gjarnan vera upplýst um heilsufarsvandamál sem geta haft áhrif á þig á meðan á ferðinni stendur. Þá er að sjálfsögðu bannað að vera undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna á meðan á ferð stendur. Þrátt fyrir að allar öryggis ráðstafanir séu gerðar, ber knapinn ábyrgð á þeirri áhættu sem því fylgir að fara á hestbak.

Hvar erum við?

Akurholt er staðsett að Úlfarsfellsvegi 33, 113 Reykjavík. Hægt er að sækja viðskiptavini sé þess óskað.
Atriði til að hafa í huga: 
Hestar eru lifandi dýr með ólíka persónuleika. Þeir eru eins ólíkir og þeir eru margir og geta líkt og við manneskjurnar átt góða daga og slæma. Hestar hafa gott minni og þá skal alltaf umgangast af virðingu. Hestar verða auðveldlega hræddir og geta verið viðbrigðnir í því ástandi leitast þeir við að hlaupa í burtu frá því sem vekur með þeim ugg, sama á við ef um sársauka ástand er að ræða.  Hesturinn þarf að geta treyst knapnum sínum til að vinna vel með honum. Tala og hreyfa sig rólega. Það er góð regla að venja sig á að tala til hestsins og láta hann venjast þér og röddinni þinni. Leyfðu hestinum að vita hvar þú ert Þegar komið er að hesti, er betra að koma að honum að hlið heldur en beint að honum, þar sem hestar sjá betur til hliðanna sökum staðsetningu augna. Ef þú þarft að labba aftur fyrir hest láttu hann þá vita af þér til dæmis með því að styðja hönd á afturenda hestsins á meðan gengið er hringinn. Ekki toga í taumana að óþörfu. Margir knapar finna jafnvægið með því að tosa í taumana, en það getur meitt hestinn. Reyndu frekar að sitja djúpt í hnakknum og finna þannig jafnvægi. Ef þörf er á er einnig gott að grípa í hnakknefið eða í fax hestins. Mundu Öskur og köll geta hrætt hesta. Þegar hestar verða hræddir vilja þeir helst af öllu hlaupa í burtu. Eftir reiðtúrinn er góð regla að þakka hestinum fyrir ferðina, kemba honum og sýna vináttu. Ef þú hefur einhverjar spuringar ekki hika við að hafa samband: reidtur@reidtur.is