Ferð 4, Í kringum fjallið

Ferð 4, í kringum fjallið

Riðið er í kringum Helgafell, farið er í vestur frá Ökrum og Helgafell hringað. Á þessari leið færðu gott tækifæri til að kynnast íslenska hestinum og sjá borgina og sveitina mætast við rætur fjallsins.

Riðið er vestur frá Ökrum, meðfram hlíðum Úlfarsfells. Við vesturbrún Úlfarsfells er Hamrahlíð, en þar er mikið fuglalíf. Áður stóð býlið Hamrahlíð á þessum slóðum og sjást rústirnar enn. Skógræktarfélag Mosfellsbæjar, hefur staðið að skógrækt á svæðinu frá árinu 1957. Þegar komið er fyrir hlíðina og norðurhlið Úlfarsfells blasir við tekur fellið á sig aðra mynd, en þar má sjá svipmikla hamra sem nefnast Lágafellshamrar. Skarð eitt er vel sjáanlegt í hlíðinni og nefnist það kerlingarskarð, þar sem hamrarnir þykja minna á karl eða kerlingu í ljósaskiptum.

Við höldum niður í gegnum mosfellsbæinn og fylgjum Varmánni að hestamannafélaginu Herði. Þar förum við yfir ánna og tökum nú stefnuna upp með kölduhvísl inn í mosfellsdal.

Við fylgjum ánni þar til við erum komin norð austan við Helgafellið, en þar munum við beygja inn Skammadalinn og taka stefnuna aftur heim á Akra.

Leiðin er virkilega skemmtileg og þægilega krefjandi fyrir vanan knapa.

Ferðin tekur rúmlega þrjár klukkustundir.

Ferðin hentar knöpum með reynslu af útreiðum.  

Verð frá: 27000

[metaslider id=932]