Ferð 6, Heimsókn í hesthúsið

Ferð 6, Heimsókn í hesthúsið

Langar þig að fá tækifæri til að komast í kynni við Íslenska hestinn án þess að fara í reiðtúr?

Við bjóðum upp á heimsóknir þar sem tækifæri gefst til þess að skoða hestana okkar og umgangast þá og læra meira um þetta ágæta áhugamál sem hestamennskan er. Auk þess sem hægt er að láta teyma undir sér inn í gerði og fá tilfinningu fyrir því hvernig er að vera á hestbaki. Við bjóðum upp á létta fræðslu og hressingu.

Engin krafa er gerð um fyrri reynslu. 

Verð frá 7500 ISK.