Komdu í hestana!

Vinsælu úttreiðahóparnir okkar fyrir fullorðna og vana unglinga verða áfram í boði í sumar og haust hjá Reiðtúr.is

Í þessum hópum gefst þátttakendum tækifæri á að koma og ríða út 1-3 í viku í 1-3 klst í senn auk þess að taka þátt í hirðingu hestana og endurnýja þannig kynnin við hestasportið.  Einungis 4-6 í hóp.

Við erum með allt sem til þarf hesta, hjálma og regnföt. Heildar tími í hvert sinn er um 2-4 tímar

Athugið að ekki er um reiðnámskeið eða formlega kennslu að ræða, heldur er stefnan að hópurinn fari saman í alvöru reiðtúra á góðum hestum og njóti þess að taka þátt í þessum skemmtilega lífsstíl.

Hæfinskröfur

Hóparnir eru miðaðir að fólki sem hefur einhvern grunn eða forsögu um hestamennsku og sé það hestvant að það treysti sér upp af feti og tölti yfir á brokk og stökk. Við munum þó byrja rólega meðan allir eru að slípast til.

*Gott líkamlegt atgervi er undirstaða allra íþrótta og það á líka við um hestamennsku. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband. 

Sértu byrjandi og þig langar að prófa, endilega hafðu samband ef næg þátttaka er fyrir hendi munum við geta boðið upp á hóp fyrir þá sem eru að stíga sín fyrstu skref.

Hópar 2022*

Hópur 1: Mánudagur kl 17:30

Hópur 2: Þriðjudagur kl 9:30

Hópur 3: Miðvikudagur kl 17:30

*Hópar geta bæst við.

Verð

1 í viku í mánuð (samtals 4 skipti): 30000kr

Hóparnir verða í boði í Maí, Júní, Júlí, Ágúst, September og Október* 

*Greitt er hlutfallslega fyrir og október ( hópunum lýkur 19. okt )

Staðsetning

Við erum staðsett að Ökrum í Mosfellsbæ. Strætó stoppar rétt hjá.