Ferð 4, Í kringum fjallið

Ferð 4, í kringum fjallið

Riðið er í kringum Helgafell, farið er í vestur frá Ökrum og Helgafell hringað. Á þessari leið færðu gott tækifæri til að kynnast íslenska hestinum og sjá borgina og sveitina mætast við rætur fjallsins.

Riðið er frá Ökrum, í gegnum Mosfellsbæinn og fylgjum Varmánni að hestamannafélaginu Herði. Þar förum við yfir ánna og tökum nú stefnuna upp með kölduhvísl inn í mosfellsdal.

Við fylgjum ánni þar til við erum komin norð austan við Helgafellið, en þar munum við beygja inn Skammadalinn og taka stefnuna aftur heim á Akra.

Leiðin er virkilega skemmtileg og þægilega krefjandi fyrir vanan knapa.

Ferðin tekur rúmlega þrjár klukkustundir.

Ferðin hentar knöpum með reynslu af útreiðum.  

Verð frá: 35000

[metaslider id=932]

Instagram
Twitter
Visit Us
Follow Me