Leið 1, Akrar og svæðið í kring
Ferð sem hentar sérstaklega vel byrjendum og þeim sem vilja styttri túr. Tími í reið er um ein klukkustund. Verð: 14.000 kr. Leiðin býður upp á fallega stíga og skemmtilegt útsýni.
Á þessari leið fá knaparnir að kynnast íslenska hestinum við mismunandi aðstæður og á mismunandi undirlagi. Íslenski hesturinn var lengi vel eina samgöngutækið milli dreifðra byggða á Íslandi. Þurftu knapar að geta treyst á fótvissi og skynsemi hestsins við oft erfiðar aðstæður og í allskyns veðrum.
Í þessari ferð fær knapinn að kynnast hestinum á nýjum reiðstíg, en síðan er haldið til fjalla þar sem knapinn fær að prófa hestinn á krefjandi leið og læra að hlusta á, skilja hestinn og treysta honum í reið.
Tími í reið er ein klukkustund.*
Ferðin hentar byrjendum og lengra komnum knöpum.
Verð frá 15.000kr
[metaslider id=867]