Ferð sem hentar þeim sem hafa einhverja reynslu af því að vera á hestbaki sem og fullfærum reiðmönnum. Ferðin tekur tvær og hálfa klukkustund í reið. Við mælum sérstaklega með að þessi ferð sé tekin sem miðnæturferð.
Við höldum í austur frá Ökrum og í átt að Hafravatni. Þaðan förum við upp Þormóðsdalinn, og hver veit nema við finnum gull í ánni. Við höldum svo upp á Langavatnsheiði og njótum fallegrar náttúru rétt við borgina.
Þessi leið er sérstaklega falleg á kvöldin og á nóttunni. Kyrrðin er algjör og knapinn nær góðum tengslum við náttúruna. Fuglarnir syngja, tófan gaggar og fiskarnir bylta sér í Hafravatni. Á heiðinni eru heimkynni álfa og huldufólks.
Þetta svæði á sér mikla sögu sem rakin er allt aftur til landnáms. Þá var umferð þarna talsverð en leiðin frá Reykjavík og á þingvelli lá að hluta til yfir þetta svæði sem og skreiðagötur. Náttúran hér á landi getur verið óblíð og veðrin válind, urðu menn oft á tíðum úti á leið sinni á milli bæja eða við það að sinna búverkum. Sagðar verða sögur af svæðinu sem tengjast slíkum óhöppum.
Ferðin tekur tvær og hálfa til þrjár klukkustundir í reið.
Ferðin hentar vönum knöpum.
Verð frá 23000
[metaslider id=931]